Félagslega einangruð

29. maí 2012

Spurning

Sæl/l ég er stelpa sem bý í rvk, og mér finnst lang best að vera ein, þó að ég er eiginlega aldrei ein eða það finnst mér, ég á það til að ýta fólki frá mér og stundum held ég að það sé eitthvað að mér. Oft þegar ég er ein inní herbegi fer ég oft og set ipodinn minn í gang og fer að ímynda mér að ég sé eitthver allt annar enn ég er.

Sæl,

Nú veit ég ekki hvort þér finnst þetta vera vandamál hjá þér að þú viljir vera ein og þig langi til að breyta því. Ef svo er þá er það nefnilega alveg hægt. Það eru ýmsar ástæður fyrir að fólk velur að vera eitt. Eðlilega þurfa flestir e-n tíma til að vera einir með sjálfum sér, aðrir eru einir af því að þeim finnst erfitt að vera innan um aðra, hræddir um að segja e-ð vitlaust eða gera e-ð kjánalegt. Slíkt er í raun merki um lélegt sjálfstraust og hægt að vinna í því með því t.d. að fara á sjálfsstyrkingarnámskeið.

Þú segist líka ímynda þér að þú sért e-r annar og þá er gott að þú spyrjir þig af hverju viltu vera e-r annar en þú ert? Ef t.d. aðstæður á heimilinu eru erfiðar þá er hægt að fá aðstoð við það líka. Ef þú ert í skóla og þér líður illa þá vil ég benda þér á að þú getur rætt við námsráðgjafann í skólanum sem getur svo aðstoðað þig áfram. Auðvitað er alltaf langt best að tala fyrst við foreldrana, ef þú getur það. Svo ef þú ert ekki í skóla og ert orðin 18 ára þá getur þú haft samband við Þjónustumiðstöðina í þínu hverfi og pantað viðtal hjá félagsráðgjafa og það kostar ekki neitt.  Einnig vil ég benda þér á hópastarf sem er fyrir félagslega einangraða 16-25 ára sem kallast Vinfús og er hittingur einu sinni í viku og er það í Hinu Húsinu.  Endilega kynntu þér málin!  www.hitthusid.is

 

Gangi þér vel.

Með kærri kveðju,

Erla S. Hallgrímsdóttir,

        

29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar