Finn til í legopinu

02. maí 2016

Spurning

hæjj ég er 15 ára stelpa ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í rúma 8 mánuði :) og svo þegar við erum að "gera'ða" þá finnur mér ofboðslega til í legopinu eða einhvað svleiðis.. mér svíður og það er mjööög vont... fyrst var það þannig að ég fann bara til fyrst.. svo eftir smá tíma lagaðist það.. enn núna finnur mér nánast alltaf til þegar við erum að "gera'ða" hvað er þetta?! og hvernig get ég losnað við þetta..:T mér finnst mjööög óþæginlegt að tala við karllækna útaf einhverju svona persónulegu.. ég veit einhfaldlega ekki útaf hverju. og ég á heima á austurlandi.. og á mínum stað er bara heilugæsla og það er ekki neinn ákvðin læknir hérna það kemur stundum frá fjörðunum í kring enn og það eru alltaf karlar.. og ég sá þennan vef í skólanum hjá mér.. og getiði plís hjálpað mér.. því ég verð að vita hvað þetta er.. takk æðislega :*

Sælar, Mér þykir leitt að geta ekki gefið þér neitt ákveðið svar í gegnum tölvupóst, þar sem að þetta gæti verið margt og því mjög mikilvægt að þú farir í læknisskoðun og fáir úr því greitt hvað þetta geti verið og hvað er unnt að gera. Þegar þið eruð að hafa samfarir, notið þig smokk? Ef svo er þá gæti hugsast að þú sért með ofnæmi fyrir latexi (efnið sem er notað í smokkum). Það gæti verið eitt. Annað gæti verið að þú sért með sveppasýkingu og að orsaki þennan sviða. Hvort heldur sem er, þá mæli ég eindregið með því að þú farir til heimilislæknis og fáir úr skorið hvað þetta hugsas gæti verið. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hve erfitt það getur verið að þurfa að sækja sér þjónustu á litlum stöðum þar sem eru bara karlkyns læknar og allir þekkja alla. En trúðu mér, það er hlutverk lækna að greina um svona hluti og þeir eru bundnir þagnarskyldu, rétt eins og allir aðrir starfsmenn sem vinna á læknastofunni.

Ef samband þíns og mömmu þinnar til að mynda er gott, þá er alltaf svo þægilegt að getað tekið einhvern fullorðin með sér. Mamma þín gæti stutt þig í gegnum þetta, þó svo að hún verði ekki inni á læknastofunni, en kæmi með þér á staðinn og myndi veita þér andlega stuðning. Gangi þér allt í haginn og endilega láttu athuga málið, það er algjörlega ómögulegt að þurfa að finna fyrir sársauka við samfarir,

kveðja dagbjört

02. maí 2016