Finnst eins og ég sé að ýtast í burtu

10. nóvember 2015

Spurning


Ég er mjög feiminn og á góða vínkonu en ég elska hana líka. Við erum bún að vera vinir í nokkur ár. Ég hef fundið að hún hefur verið hrifin af mér en ég hef ekki þorað það taka áhættuna. Ég er 17 og hún er 16. Við erum í vinahóp en fyrir nokkrum mánuðum kom nýr strákur inn í vinahópinn hann varð góður vinnur minn og hann varð líka vinnur hennar en núna finnst eins og ég sé að ýtast í burtu og hún að verða hrifin af honum. Mér líður mjög illa. Ég ætlaði að segja henni það en þá finnst mér að þessi strákur er að ýta mér í burtu. Mig vantar hjálp.

Þetta eru pínu erfiðar aðstæður sem þú ert í en ég held þú vitir hver lausnin er.  Þú verður að segja henni hvernig þér líður.  Er ekki betra að gera það heldur en að sjá eftir því seinna? Kannski veit hún ekki að þú hefur áhuga á meira en vináttu, þó þér finnst þú hafa sýnt það.  Það gæti verið ástæðan fyrir því að hún er farin að líta á nýja gaurinn. Þú verður að segja henni hvernig staðan er og komast að því hvort hún hafi áhuga á sambandi með þér. Það er auðvitað viss áhætta en ef vináttan ykkar er sterk og ef þú treystir henni þá ætti þetta ekki að koma niður á vináttusambandi ykkar þó hún sé ekki til í meira með þér. Þá er það þitt að ákveða hvort þú treystir þér í að halda vináttunni áfram og ef til vill horfa á eftir henni í fangið á öðrum, spurning. En hvort heldur sem er þá held ég að það sé betra að verða fyrir ástarsorg og hafa amk. reynt heldur en að verða fyrir ástarsorg og hafa ekki sagt neitt og hugsa hvað ef.... 

Hvað heldur þú? 

Gangi þér vel og baráttutótalkveðjur.

10. nóvember 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heimilið |  21.04.2015
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?