Finnst mamma mín vera "over protective"

14. júlí 2015

Spurning

Hææhææ
Er pínu hrædd að segja við  mömmu að ég ætli að hitta stráka, einu sinni kom vinur minn heim til mín og mamma fór bara í kerfið, Spurði trilljón spurningar, er Þetta kærastinn þinn? Afhverju voru þið þá að kúra svona? og ég hef ekki þorað að segja henni hvern ég er að fara  að hitta ef ég fer út. Hún er svo over protective spyr alltaf hvert ertu að fara? hver verður með þér? hvað eru þið að fara að gera? okey skil allveg að hún vilji vita hvar ég er en er að verða 16 ára.. Hvað get ég gert til að losna aðeins frá þessum spurningum


Það sem þú getur gert til að losna við spurningar frá mömmu er að segja henni bara eins og er.  Ef þú ert hreinskilin og segir henni hvert þú ert að fara og hvað þú ert að fara að gera þá þarf hún ekki að spyrja.   Þú þarft ekki að segja allt í smáatriðum en ef þú treystir henni þá mun hún vonandi líka treysta þér.   Það er ómetanlegt að eiga gott samband við mömmu sína og ég vona að þú gefir henni séns og treystir henni fyrir hvað sé í gangi í lífinu þínu.  Þú ert 16 ára og mamman ber ábyrgð á þér í að minnsta kosti tvö ár í viðbót. 
Prófaðu þetta áður en þú pirrar þig meira á afskiptasemi mömmu, skrifaðu aftur ef þetta gengur ekki upp,

bestu kveðjur.

14. júlí 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015