Forhúðin fer ekki yfir kónginn nema ef ég ýti henni þangað

05. október 2015

Spurning


Þegar ég er í reisn fer forhúðin ekki yfir kónginn nema ef ég ýti henni þangað (það er samt ekkert erfitt eða sársaukafullt) en hún fer svo aftur hægt yfir kóngin aftur og ég var að spá hvað á að gera þegar ég set smokk á typpið út af forhúðin fer alltaf yfir það aftur?


Getið þið hjálpað mér?
Takk

Ég er ekki alveg að skilja vandamálið.  Það er alveg eðlilegt að forhúðin fari yfir kónginn aftur og það ætti ekki að trufla smokkanotkun...nema málið sé að smokkurinn dragist af þegar forhúðin er að fara til baka yfir kónginn.  Er það málið?  Þá er um að gera að æfa sig í því að koma smokknum á án þess að draga forhúðina alveg aftur.  Endilega skrifaðu aftur ef ég er að misskilja þig og ekki að fatta hvað vandamálið er.

Tótalkveðjur.

05. október 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?