Fullnæging kvk í fleiri stellingum

02. maí 2016

Spurning

Hæ, ég er ein af þeim sem á það til að þóknast i kynlífi, og á mjög erfitt með að fá fullnægingu. Oftast þegar ég er að stunda kynlíf þá er ég alveg að springa inni mér allt á fullu, fæ titring/skelf og allt en aldrei fullnægingu eins og með sjálfsfróun, í sjálfsfróun þá er ég með hjálpartæki. Spurningin mín er, er ég að krefjast of mikið til fullnægingarinnar eða er ég of spennt þegar ég fer að titra/skjálfa að leyfa henni ekki að koma...? ég fæ mjög auðveldlega fullnægingu þegar hann heldur á mér en langar að upplifa aðrar fullnægingar, eins og ég er að lesa trúbba fullnæging / doggy hliðar fullnæging.... og annað þegar munnmök eru þá bara næ ég þeim ekki, næ ekki þessari djúpu öndun og slaka á... Ég bara spennnist öll upp strax :( hvað get ég gert til að ná munnmöks fullnægingu..?

Það getur svo sannarlega verið áskorum fyrir konur að finna leiðir til að fá fullnægingu. Þetta er að stórum hluta andlegt. Þú þóknast, þú passar upp á að sá sem þú ert með sé að skemmta sér vel. Það getur verið gott og gaman og frábært að þú nærð fullnægingu a.m.k. inn á milli.

Það er alls ekkert skrítið að ná fyrr fullnægingu þegar þú ert ein og hefur stjórn á öllu. Getur gleymt þér í fantasíunni og stjórnar öllum hreyfingum sjálf. Það þarftu að æfa þig í að gera líka þegar þú stundar kynlíf með einhverjum. Oftast þarft snípurinn að fá örvun til að kona fái fullnægingu. Trúboðsstellingin er ekki sú besta fyrir það og því oft erfitt fyrir konu að fá fullnæginu í trúbba og eins í hliðar nema að örva snípinn með fingrum eða hjálpartæki.

Það gæti verið gott fyrir þig að taka stjórnina og sleppa hömlunum. Vera sjálfselsk og svo getur þú þóknast á eftir. Segðu til og stjórnaðu aðstæðum svo að þú getir sleppt þér. Ljósin on eða off, í fötum eða ekki, rúminu eða borðstofuborðinu..sá sem þú ert með á eftir að læra helling og finnast þetta sexy. Æfðu þig að vera í momentinu eða í fantasíunni. Ef þér finnst þú vera nálægt en ekki komast á toppinn þá skaltu biðja hann að stoppa. Stoppa í smá stund og byrja svo aftur. Ekki verða pirruð yfir að þetta sé ekki að ganga. Hvað varðar munnmökin æfðu þig þá í að sleppa tökunum, stjórnaðu og segðu til hvað þér finnst gott. Ef þér finnst það erfitt þá getur þú prófað að gera þetta að leik. Hlægja svolítið en meina samt það sem þú segir.

Ekki setja of mikla áherslu á að þetta verði eins og í bíó, parið fær það samtímis í trúboðs... Það er bíó.. ekki alvöru.

Takk fyrir spurninguna og vonandi hjálpar þetta eitthvað. Kv. íris

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð