Fyrsta skiptið og fleira

02. maí 2016

Spurning

hæ, ég er 13 ára stelpa sem telur sig vera tilbúna að "ríða" en ég er samt kvíðin við að missa meydóminn og er hrædd um að það gerist einhver mistök með smokkinn og ég verði ólétt :S geturu hjálpað mér? hér koma nokkrar spurningar um ehv hluti :)

Kynlíf:
1. er í lagi að stunda sitt fyrsta kynlíf 13 ára?
2. hvaða mistök geta gerst með smokkinn?
3. meiðir maður sig minna við að missa meydóminn ef maður hefur puttað sig?

Pillan:
1.þarf maður að vera búin að vera einhvern tíma á pillunni til þess að ríða?
2. hvaða pilla er best?

Sjálfsfróun:
1. er eitthvað að ef að ég er lengi að fá fullnægingu, er það algengt?
2. er algengt að fá það 5 sinnum eða oftar á dag?
3. er allt í lagi að putta sig meðan maður er á blæðingum?
4. er algengt að meðan maður fær fullnæginguna þá þarf ég að vera rosa stíf eða hafa spennta vöðva?
5.hvernig fer maður samt af því að putta sig er nebblega ekki viss hvort ég geri þetta rétt :/ og hvar er leggöngin?

vonandi get ég fengið svar við þessu sem fyrst :)

Það er eðlilegt að vera kvíðin yfir því að missa meydóminn, það er oftast óttablandin spenna sem tengist því að hafa samfarir í fyrsta sinn enda eðlilegt að vera kvíðin einhverju sem maður hefur aldrei prófað áður og hvað þá þegar það er eitthvað eins persónulegt og þetta. Að byrja að stunda kynlíf eða sem sagt að hafa samfarir fyrst þegar maður er 13 ára er alveg í lagi en það ætti alls ekki að flýta sér í þessum hlutum. Það að missa meydóminn gerist bara einu sinnu um ævina og því ætti að hugsa sig vel um og vanda valið. Að vera viss um að sá sem maður ætlar að deila þessari reynslu með sé þess virði. Að hann sér einhver sem þú treystir og þykir vænt um og þekkir vel.

Það er mjög gott að þú sért að spá í getnaðarvarnir. Smokkurinn er bestur að því leiti að hann er eina getnaðarvörnin sem ver þig gegn kynsjúkdómum. Það er rétt að það þarf að vanda sig við að nota hann. Hann ætti að vera á typpinu allan tímann, ekki bara rétt áður er strákurinn er að fá það. Hann ætti að rúllast alla leið upp og það ætti að halda við endann á honum þegar typpið er sett inn og þegar það er tekið út, og það ætti að taka út strax eftir sáðlát.

Hvað varðar pilluna þá er lang best að panta sér tíma hjá lækni og ræða málin þar hvaða getnaðarvörn henti best fyrir þig. Það eru til margar tegundir og einnig er til sprautan, stafur og hringurinn og aðrir möguleikar. Hver stelpa eða kona verður að meta með aðstoð læknis hvaða tengund hentar best. Þegar þú ert farin að stunda samfarir þá ættir þú að skoða þessi mál sem fyrst.

Að fróa sér er persónlegt mál og mjög misjafnt hvað hverri konu þykir gott þannig að það er engin ein leið sem er rétt. Það er gott að þekkja kroppinn sinn og þannig getur það hjálpað að hafa stundað sjálfsfróun áður en maður stundar kynlíf með öðrum. Þá veistu betur hvað þér þykir gott og meiri líkur á að þú njótir kynlífsins. Það má alveg fróa sér þó að þú sért á blæðingum. Í sambandi við fullnægingu þá er það einnig persónulegt hvað virkar og hvað ekki. Þú segist þurfa að vera rosa stíf og það er sennilega ekkert skrítið við það þar sem kynferðisleg spenna byggist upp í líkamanum við fróun og sú spenna kemur fram hjá þér í spenntum vöðvum. Við fullnæginguna slaknar svo á þessari spennu.

Það getur verið sárt að hafa samfarir í fyrsta sinn þó að þú hafir stundað sjálfsfróun og sett fingur í leggöngin. Það sem skiptir mestu máli er að geta slakað á. Að finnast þú vera örugg og ert viss um að þú viljir þetta. Ef þið gefið ykkur tíma í forleik þannig að þú verðir kynferðislega æst og blotnir þá ætti þetta að ganga betur.

Farðu vel með þig, hugsaðu þig vel um, það er margt hægt að prófa áður en þú hefur samfarir. Ef þú ert kvíðin eða stressuð fyrir þessu þá skaltu kannski aðeins hægja á þér og ákveða að bíða aðeins. Hafðu annars þessi atriði í huga sem ég sagði frá í svarinu.

Bestu kveðjur, Íris 

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018