Get ég sótt um jöfnunarstyrk/dreifbýlisstyrk ?

12. september 2016

Spurning

Get eg sótt um jöfnunarstyrk/dreifbýlisstyrk ef eg er buin að flytja lögheimilið mitt til Reykjavíkur en er samt frá Akureyri?

Hæhæ,

Okkur sýnist á öllu að þú verðir að vera með lögheimilið skráð á Akureyri. Þau útskýra það á vef Lín með þessum orðum:  „Eitt af grunnskilyrðum fyrir jöfnunarstyrk er að nemandi geti sýnt fram á tengsl við lögheimili sitt.

Réttarstaða allra umsækjanda miðast við lögheimili eins og það er skráð í þjóðskrá þann dag sem auglýstur umsóknarfrestur rennur út.

Þessi tengsl geta t.d. verið að fjölskylda námsmanns búi á staðnum, að námsmaður sé þar með þinglýstan leigusamning eða eigi fasteign þar skv. fasteignavottorði.

Í reglugerð um námsstyrki er fjölskylda skilgreind sem foreldrar, forráðamaður, ömmur, afar, maki skv. skráðri sambúð eða börn.“

Skoðaðu vel heimasíðu Lín um jöfnunarstyrk, http://www.lin.is/lin/Jofnunarstyrkur.html  og hafðu samband við þau þar, það er líklega enginn betri að svara þessari spurningu en þau þar.‘

Gangi þér vel,

Tóalráðgöf

12. september 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð