Geta stelpur smitað hvora aðra?

30. september 2014

Spurning

Hæ hæ, ég er 18 ára og ég er tvíkynhneigð en ég var að velta fyrir mér að ég hef aldrei fengið getnaðarvarnar fræðslu fyrir samkynhneigðar konur en ég geri ráð fyrir því að þær geta smitað hvor aðra eins og aðrið. Ég hef sjálf ekki verið með stelpu svo náið en þetta er samt gott að fræðast og vita fyrir framtíðina. Fyrir fram þakkir (:

 

Svakalega er þetta góð spurning!  Auðvitað geta stelpur smitað hvor aðra þó að getnaðarvarnir eigi kannski ekki við því auðvitað eru engar líkur á að getnaður eigi sér stað..sem sagt ólétta.  Þannig að kynsjúkdómavarnir er málið.  Eina vörnin við kynsjúkdómi er smokkurinn.  Kynsjúkdómar smitast við það að slímhúðir snertast eða að líkamsvessi komist í snertingu við slímhúðina og komist þannig inn í líkamann.  Þannig að til að verjast þarf að koma í veg fyrir það.  Ekki færa fingur eða hjálpartæki úr leggöngum í leggöng, skipta þá um smokk eða þvo vel á milli.

Við munnmök kemst slímhúð í munni í snertingu við slímhúð á kynfærum og við það er alltaf möguleiki á smiti. Smit getur borist í báðar áttir en meiri hætta er talin á smiti frá kynfærum til munns. Sár í munni eykur hættu á smiti (jafnvel þótt sárið sé lítið).  Þeir sjúkdómar sem mest hætta er á að smitist við munnmök eru bakteríusjúkdómar eins og lekandi, klamydía og sýfilis og veirusjúkdómar eins og herpes og alnæmi.  Það er erfitt að verja sig við munnmök þar sem líkamsvessar blandast þar óhjákvæmilega nema ef eitthvað sé sett á milli.   Þannig að allra best eða öruggast er að fara báðar í tékk áður en farið er að stunda kynlíf.

Aftur hrós fyrir spurninguna sem fékk mig virkilega til að hugsa málið og spá í hvernig öruggast væri að stunda kynlíf þegar smokkurinn kannski á ekki alveg við.

Gangi þér vel, kveðja íris

30. september 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?