Getur þetta verið herpes?

02. maí 2016

Spurning

Hæhæ er búin að vera með litla skurði eða öllu heldur rispur í kringum píkuna og endaþarmsopið í núna rúman mánuð, kemur og fer alltaf á nýjum stað. fór að spá hvort þetta væri herpes? klæjar ekki neitt en svo sá ég eina litla bólu í kringum þetta svæði en var samt ekki eins og blaðra. Finnst þetta smá óþæginlegt þegar rispurnar eru en þær hjaðna alltaf. Þetta pirrar mig ekki mikið, nema sú hugsun að vera með herpes? Var á sýklalyfjum gæti þetta eitthvað tengst því ?

Fyrirgefðu hvað svarið berst þér seint, tótal lofar að standa sig betur næst.

Þú skalt endilega láta kíkja á þetta sem allra fyrst. Gæti verið kynfæravörtur en ómögulegt að segja. Þú skalt panta þér tíma hjá lækni á heilsugæslunni í þínu hverfi eða á göngudeild húð-og kynsjúkdóma (s. 5436050) það er ókeypis. Pantaðu þér tíma sem fyrst. Útbrot eða óþægindi við kynfærin geta tengst sýklalyfjum. T.d. eru auknar líkur á að fá sveppasýkingu þegar þú tekur sýklalyf. Einnig eru auknar líkur á herpes útbrotum þegar ónæmiskerfið er að berjast við aðra sýkingu þannig að það geta verið tengsl þar á milli.

 

Endilega fáðu þetta á hreint með því að fara til læknis í greiningu, fá rétta meðferð og koma í veg fyrir að smita aðra sé þetta smitandi.

 

Gangi þér vel, kveðjur frá tótal.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum