Held ég sé með sveppasýkingu

02. maí 2016

Spurning

Sæl Ég er með öll einkenni sveppasýkingar og er búinn að vera með í smá tíma, fór ekki að hugsa út í þetta fyrr en það byrjaði að koma meira og meira. Hvernig er það, set ég krem á þetta og fæ lyfseðil hjá lækni?


Þú þarft ekki lyfseðil.  Það eru til krem í apótekinu, Canesten, Pevaryl eða Daktacort.  Ef þú ert kvenkyns þá getur þú líka keypt stíla sem þú setur í leggöngin. 

Passaðu þig bara að fylgja leiðbeiningum og nota kremið áfram í 2-3 daga eftir að einkennin hverfa svo þú losnir alveg við þessi leiðindi.
 

Gangi þér vel, kveðja íris 

02. maí 2016