Hrein mey

02. maí 2016

Spurning

hæ, ég er 14 ára stelpa (í 9. bekk) og ég er ennþá hrein mey, en mér lagar ekki að vera það. Ég er svo hrædd um að ég verði alltaf hrein mey, mér fynst ég allveg tilbúin að byrja að stunda kynlíf en er svo feimin, og þori valla að tala við stráka. Ég hef aldrei verið á föstu og aldrei verið kyst heldur. :S Mér líður eins og nunnu ég held að ég sé líka þunglynd, mér fynst lífið stundum allveg farið í hakk, kv. ein misheppnuð ;)

Sæl og blessuð, Leiðnlegt að heya að þér líði illa og sért kvíðin og mædd á lífinu. Það getur svo sannarlega stundum verið flókið og erfitt að vera unglingur og þá er mjög eðlilegt að manni finnist stundum dáldið ómögulegt að vera til. Það hjálpar oftast mest að ræða við einhvern sem maður getur treyst um líðan sína, foreldrar eru alltaf sígildir, námsráðgjafi, skólasálfræðingur eða ef þú ert hér í borginni er velkomið að hafa samband hingað á tótalráðgöfina í Hinu Húsinu. Þú segist hafa áhyggjur af því að vera ekki farin að stunda kynlíf og hafa ekki verið á föstu og frv.. Það er sem betur fer ekkert “deadline” varðandi það að byrja að stunda kynlíf og ef umhverfið er farið að gefa okkur þau skilaboð að það sé bara ekki í lagi að vera ennþá hrein mey eða sveinn 14 ára þá er það einfaldlega algjört rugl sem enginn ætti að taka mark á. Sem betur fer eru örugglega miklu fleiri 14 ára stelpur og strákar sem eru ennþá hreinar meyjar og sveinar og hafa vonandi fæstir áhyggjur af því. Þú segist halda að þú sért tilbúin að fara að stunda kynlíf, nú þarftu aðeins að stoppa við og spá í afhverju þú heldur að þú sért það. Hverju mun það breyta fyrir þig að hafa “gert það”?

Til að geta notið þess að stunda kynlíf þarf maður fyrst og fremst að vera öruggur með sjálfan sig, bera virðingu fyrir sjálfum sér, vita um þarfir sínar og langanir, geta sagt hvað maður vill og vill ekki. Þetta eru eiginleikar sem maður þroskar með sér smátt og smátt og flestar rannsóknir sýna að þeir sem fara að stunda kynlíf mjög ungir gera það sjaldnast á sínum forsendum heldur til að þóknast öðrum, vegna hópþrýstings eða til að öðlast virðingu félaganna. Kynlíf á að snúast um vellíðan, ánægju og ást. Það er mjög líklegt að kynlíf bara kynlífsins vegna muni ekki færa þér mikla ángæju sérstaklega ef þú stundar það undir þeirri pressu að þú sért á síðasta snúningi með meydóminn. Mér heyrist miklu fremur að þú þurfir fyrst og fremst að spá aðeins í sjálfa þig. Ef þú ert svo feiminn að þú getur varla talað við stráka er alveg pottþétt að þú getur enn síður táð langanir þínar og þarfir í kynlífi með strák ef þú átt erfitt með að spjalla bara um daginn og veginn. Nú er að herða upp hugann velta fyrir þér hvað það er við sjálfa þig sem er frábært og gott, hvaða kosti þú hefur. Það hafa allir eitthvað til brunns að bera. Þú þarft að finna þína styrkleika og læra að meta þá. Það segir ekkert um þína verðleika hvort þú hafir verið á föstu eða ekki, verði kysst eða ekki. Það er svo nógur tími til að njóta alls þessa og til að geta notið þess þarftu að vera öruggari með sjálfa þig. Hættu að hafa áhyggjur af nunnulífi og hafðu hugfast að kynlíf sem maður stundar þegar maður er sjálfur tilbúin á sínum eigin forsendum með einhverjum sem manni þykir vænt um og treystir er miklu líklegri til að vera ánægjuleg lífsreynsla en kynlíf sem maður stundar af öllum hinum röngu ástæðunum og það er allt í lagi hvort sem það líða 2 ár eða 10 þangað til, það verður bara betra að við að bíða!!!

Gangi þér vel, Kveðja,

02. maí 2016