Hrikalega feimin og að byrja í framhaldsskóla

27. ágúst 2014

Spurning

Hæ :) eg er 16 ára og er að fara að byrja í framhaldsskóla eftir tæpar tvær vikur og ég er að verða svolítið tressuð yfir því. Ég þekki ekki neinn sem verður með mér í bekk og er alveg hrikalega feimin, ég fer alltaf bara öll í flækju þegar ég er ein með fólki sem ég þekki ekki vel. Allt sem ég ætla að fara að segja finnst mér verða svo asnaleg eitthvað og á endanum segi ég bara ekki neitt og veit kannski ekki einu sinni hvað manneskjan sem ég er að tala við heitir. Eigiði til einhver góð rað við þessu? Mig langar ekki að enda ein úti í horni allan veturinn af því að ég er of feimin til að tala við fólkið.

Svo langar mig nú bara að segja hvað þetta er æðisleg síða og þið sem vinnið í þessu eigið virkilega skilið hrós!

Kveðja feimna stelpan

Takk fyrir hrósið og verð að segja fyrirgefðu hvað svarið berst þér seint.  Smá ruglingur í sumarfríinu hjá Tótalinu.

Þú ert nú væntanlega byrjuð í skólanum og mikið vona ég að það gangi vel.  Það er erfitt að vera með lítið sjálfstraust.  Það getur komið þannig út að þú ert viss um að þú hafir ekki neitt til málanna að leggja.  Eða spáir svo mikið í því sem þig langar að segja að þegar þú ert búin að ákveða þig þá eru allir farnir að tala um eitthvað annað.  Einbeittu þér að því að leiðrétta þessar neikvæðu hugsanir, sem sagt að ef þig langar að segja eitthvað og ferð að hugsa að það sé örugglega asnalegt þá ættir þú að hugsa afhverju?  Afhverju er það eitthvað asnalegra en það sem aðrir segja?  Og hvað gæti gerst ef þú svo segir eitthvað asnalegt?  Það er ekkert hættulegt og getur bara verið fyndið.  Ef þér finnst þetta vera að hafa mikil áhrif á þig fyrstu vikurnar í skólanum þá skaltu endilega tala við einhvern.  Til dæmis skólahjúkrunarfræðing (eru þó ekki í mörgum framhaldsskólum) eða þá námsráðgjafa.  Það er gott að eiga stuðningsaðila innan skólans.  Það er hægt að fá hjálp frá fagaðilum, sálfræðingum eða læknum til að styrkja sjálfsálitið.  Það eru líka til sjálfstyrkingar námskeið og stuðningshópar fyrir nemendur sem eiga erfitt í félagslífinu. 

En mikilvægast er að gera sér grein fyrir að þessar neikvæðu hugsanir sem þú hefur um sjálfa þig eru ekki sannar og eiga ekki við rök að styðjast.  Það getur hjálpað að skrifa niður aðstæður sem þú lenntir í eða kvíðir að lennda í.  Skrifa niður hvað þú hugsar og sjá svart á hvítu að þetta á ekki við rök að styðjast. 

Endilega skrifaðu aftur ef þér finnst ekki vera að ganga nógu vel fyrstu dagana í skólanum og ef þú hefur engann til að tala við eða treystir þér ekki til að tala við neinn um þessi mál.  Svarið mun berast þér miklu fljótar næst.

Gangi þér vel, kveðja tótal

27. ágúst 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?