Hugsa strákar bara um útlit?

03. apríl 2014

Spurning

Hæhæ
Ég er 14 ára og er ekkert með fullkominn líkana, ekki stór brjóst eða flottan rass. En það er það sem strákar á mínum aldri hugsa mest um. ER það ekki? Af hverju hugsa strákar meira um útlit en persónuleika?

Það er sem betur fer ekki rétt hjá þér að 14 ára strákar hugsi mest um brjóst og rassa þegar kemur að því að hugsa um stelpur.  Þeir heillast af hressum og skemmtilegum stelpum, eða feimnum og hæglátum stelpum, eða klárum stelpum eða....  Það mætti endalaust telja svona upp því að smekkurinn er svo misjafn.  Ég skil vel að stelpur haldi að strákar séu alltaf bara að pæla í útlitinu..það er sennilega af því að það er svo mikið í umræðunni.  Útlitið það er að segja.  Þetta kemur mikið til frá fjölmiðlum og bíómyndum.  Allsstaðar þar sem við lítum er verið að auglýsa eitthvað tengt útlitinu.  En sem betur fer eru strákar ekki svona grunnhyggnir.  Sumir láta kannski eins og útlitið sé það eina sem þeir séu að spá í en það endist aldrei lengi.  Enginn strákur nennir að vera með stelpu með fullkomin brjóst og rass ef hún hefur ekki góðan persónuleika, ekkert frekar en stelpur séu bara að spá í vöðvunum á strákunum.  Fyrir utan það hvað smekkurinn er misjafn á hvað séu fullkomin brjóst...því sumum finnst lítil flottust en öðrum stór.

Gangi þér vel og bestu kveðjur.

03. apríl 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heilsa & kynlíf |  02.12.2014
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  29.06.2015 Af hverju er typpið mitt svona lítið?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?