Hvað er að gerast hjá stelpum þegar það kemur brúnleit útferð?

29. maí 2012

Spurning

Góðan dagin, Ég er stelpukján og ég var að spá hvort þú gætir sagt mér hvað er í gangi með líkaman þegar það kemur brúnleit útferð ? kv stelpukjáni
Hæ Að öllum líkindum tengist þetta eitthvað blæðingunum hjá þér. Hvort sem þú ert byrjuð að hafa blæðingar eða ekki. Þetta er líklegast eðlileg hreinsun og ef þú ert nýlega byrjuð er ekki ólíklegt að blæðingarnar séu ekki orðnar reglulegar og þetta séu milliblæðingar sem geta verið brúnleitar. Ef þú ert ekki byrjuð á blæðingum þá getur þetta verið merki um að þú farir að byrja. En ef útferðin lyktar illa þá gæti verið eitthvað annað í gangi sem þú ættir að láta lækni kíkja á, sérstaklega ef þú ert farin að sofa hjá, þá er mjög mikilvægt að þú pantir þér tíma hjá kvensjúkdómalækni eða á húð-og kynsjúkdómadeild á Landspítalanum til að láta athuga hvort þú getir verið með kynsjúkdóm. Gangi þér vel. Bestu kveðjur, Íris
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar