Hvað er G-blettur?

02. maí 2016

Spurning

Hjarta

hjarta
Flokkun: 

Hvað er g -blettur? Hvernig get ég fundið hann þarna inni?

G-bletturinn er svæði rétt innan við leggangaopið og sumum konum finnst það kynörvandi og geta jafnvel fengið fullnægingu við það að þessi blettur sé örvaður (nuddaður).  Þetta svæði er á stærð við krónu og er staðsett stutt inn í leggöngunum framanverðum, sem sagt í átt að naflanum.  Áferðin á g-blettnum er aðeins öðruvísi en svæðið í kring því g-bletturinn er búinn til úr annarskonar vef.  Það eru alls ekki allar konur sem finna g-blettinn eða finna fyrir örvun sé hann nuddaður.

Oftast er auðveldara að finna hann sé kona kynferðislega æst því að þá stækkar eða bólgnar bletturinn aðeins.  Til að finna hann er best að liggja á bakinu og þreifa með fingrunum innan í leggöngin upp á við, íta aðeins á svæðið rétt innan við leggöngin að þvagrásinni.  Það gæti virkað fyrir þig.  Þetta er bara æfing og um að gera að prófa sig áfram.  En þó að ekkert gerist þá er ekki þar með sagt að nokkuð sé að og að G bletturinn þinn finnist aldrei.  Haltu áfram að kynnast líkamanum og prófa þig áfram með það sem þér þykir gott.

Gangi þér vel.

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?