Hvað er legsig?

02. maí 2016

Spurning

Hérna ég var að velta fyrir mér hvað legsig er? er búin að vera aðeins á netinu og skoða þetta en ég finn ekki nógu gott svar við þessu. Ég veit ekki hvort ég sé með legsig en hvernig getur maður vitað það? að maður sé með svoleiðis? Ég er 16 ára og finnst mjög vont að fara með puttan þarna inn því þetta er svo lítð gat eitthvað og mér finnst eins og þetta sé eitthvað skrítið þarna niðri :S Og ef maður er með svona legsig er þá ekki hægt að eignast börn eða stunda kynlíf? Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera og er eitthvað frekar hrædd :/
Ein í vanda.

Það er mjög ólíklegt að þú sért með legsig. Það er vandamál sem getur komið upp þegar grindarbotnsvöðvar slappast, eins og eftir barneignir eða hjá eldri konum. Það er nauðsynlegt að spenna þessa vöðva og þjálfa þá til að styrkja gridarbotninn. Þessir vöðvar halda uppi t.d. leginu og þvagblöðrunni. Þú finnur fyrir þessum vöðvum t.d. þegar þú stoppar pissubununa. Þá ertu að spenna grindarbotnsvöðvana. Það er erfitt að segja til um hvað það er sem þú ert að finna þarna hjá þér. það er ekki óeðlilegt að leggöngin séu þröng og sérstaklega erfitt að setja fingurinn upp ef þú ert ekki blaut, kynferðislega örvuð eða notar sleipefni. Ef þú hefur aldrei stundað samfarir þá gæti þetta verið meyjarhaftið sem þú finnur fyrir. En ef þú hefur miklar áhyggjur og ert viss um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera þá skaltu ræða það við mömmu þína eða einhvern sem þú treystir og panta þér tíma í læknisskoðun. En að öllum líkindum er ekkert til að hafa áhyggjur af.

Bestu kveðjur íris

02. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  16.10.2017 Er allt í lagi að sofa hjá 13- 14 ára?
Heilsa & kynlíf |  25.04.2014 Verkir í eggjastokkum
Getnaðarvarnir |  18.07.2013 Hvað gerist ef ég gleymi pillunni?