Hvað gerist ef maður runkar ser of oft?

25. júlí 2014

Spurning

Hvað gerist ef maður runkar ser of oft? t.d 15 sinnum i viku

Sælir, þetta er ekki óalgeng spurning sem strákar velta fyrir sér enda er sjálfsfróun mjög tíð á unglingsárunum. Sjálfsfróun er að strjúka, snerta eða koma við kynfærin á sér. Það virðist vera (samkvæmt rannsóknum) að strákar byrja fremur fyrr en stelpur, og dæmi um að strákar byrji að fróa sér að alvöru alveg niðri 8 ára aldur. Þegar að kynþroskanum kemur, þegar eistun ganga niður, strákar fara að framleiða sæði og kynfærin að vera öllu viðkvæmari þá færist þetta í aukanna. Typpið verður mjög næmt, og við minnstu örvun (andlega eða líkamlega) fá strákar standpínu og getur þetta verið ansi vandræðilegt í margmenni. Sjálfsfróun er mjög eðlilegur hlutur, stelpur stunda þetta, strákar stunda þetta, konur stunda þetta og karlar stunda þetta. Hins vegar er mjög einstaklingsbundið hvort fólk geri það og þá hve oft. Sumir stunda aldrei sjálfróun, hvorki stelpur/konur né strákar/karlar, það er bara mjög mismunandi. Sömuleiðis er það algjörlega persónubundið hve oft fólk geri það, nokkrum sinnum í mánuði uppí nokkrum sinnum á dag! Löngum hefur sjálfsfróun verið álitin eitthvað skrítin og pervísk, og hafa margir reynt að ljúga því uppað ungu fólki að sjálfsfróun geti leitt til geðveiki, að fólk verði blint eða missi hárið af því að fróa sér of mikið eða að strákar fái hár í lófan af því að fróa sér. Allar þessar mýtur eru algjört bull og þvæla. Líkaminn hjá strákum framleiðir billjón sæðisfrumur dag hvern (man ekki nákvæma upphæð) og það er ekki þannig að strákar verða að tappa af svo að pungurinn springi ekki!! Við sjálfsfróun fá strákar fullnægingu og strax í kjölfar þess fá þeir sáðlát (margir halda að fullnæging og sáðlát sé það sama, en svo er ekki). Við sáðlát og fullnægingu verður visst niðurbrot í líkamanum sem orsakast vanalega með því að strákar finna til mikillar þreytu og þurfa að hvíla sig. Að stunda sjálfsfróun er bara heilbrigt kynlíf, kennir þér inná líkamann á þér og hvað veitir þér unnun. Það að fróa sér 15 x í viku (rúmlega 2 x á dag) er ekkert óheilbrigt né hættulegt. Eina sem er, þegar fólk er farið að fróa sér mörgum sinnum á dag þá verður það óhjákvæmlega mikið þreytt, og dagurinn nýtist illa. Líffræðilega er þetta hvorki hættulegt né skaðlegt, eins lengi og þér líður vel þá ertu í góðum gír og ekkert að óttast, kveðja

25. júlí 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?