Hvaða störf get ég sótt um?

16. nóvember 2012

Spurning

hvað á maður að vera gamall til að geta unnið einhverja vinnu t.d í Sandgerði?

Kæri spyrjandi, Ef þú býrð úti á landi t.d. í sjávarþorpi og ert orðin 16 ára eru heldur litlir atvinnumöguleikar í boði. Suður með sjó er einna helst að fá vinnu í frystihúsi, bera út dagblöð eða gerast handlangari hjá iðnaðarmanni. Á Höfuðborgarsvæði Reykjavíkur eru meiri líkur á að fá hlutavinnu (töluvert erfitt að fá fullt starf) á t.d. skyndibitastöðum eða í stórverslunum. Ef þú hefur ekki verið í 100% starfi í 10 vikur þá getur þú ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Ef þú ert orðin/n 17 ára og hefur bílpróf gætir þú mögulega sótt um sendlastarf. Samkvæmt vinnumiðlunar skrifstofum bæði í Reykjavík og úti á landi er algengt að ungmenni fái einna helst vinnu þegar þau eru orðin 18 ára, útskýringin er sú að atvinnurekendur vilja helst ekki fólk undir 18 ára aldri í vinnu til sín. Með von um að þú finnir starf sem þú unir þér vel í...

16. nóvember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?