Hvar get ég lært kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi?

16. janúar 2017

Spurning

Í hvaða menntaskóla er best að fara í þegar maður vill læra kvikmyndarhönnun og þannig líkt?

Sæl og takk fyrir spurninguna. Þar sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu þá tekur svarið mið af því.

 

Ég myndi helst benda þér á að kíkja á listnámsbraut hjá Borgarholtsskóla þar sem hægt er að leggja áherslu á kvikmyndagerð. Þú getur kíkt á skipulagið hér: http://www.bhs.is/namid/brautir/listnam/ 

Tækniskólinn býður líka upp á nám í kvikmyndatækni, þó með nokkrum forkröfum, sjá hér http://www.tskoli.is/skolar/upplysingataekniskolinn/kvikmyndataekni/

Í september 2015 birtist grein á Áttavitanum sem heitir "Hvernig verð ég kvikmyndagerðarmaður?" sem þú gætir haft gagn af að lesa.

 

Ég fagna áhuga þínum því það vantar svo sannarlega fleiri konur í kvikmyndagerð, bæði hér heima sem og erlendis.

Gangi þér vel!

16. janúar 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum