Add new comment

Filtered HTML

  • Web page addresses and e-mail addresses turn into links automatically.
  • Allowed HTML tags: <iframe> <a> <em> <strong> <cite> <blockquote> <code> <ul> <ol> <li> <dl> <dt> <dd>
  • Lines and paragraphs break automatically.

Plain text

  • No HTML tags allowed.
  • Web page addresses and e-mail addresses turn into links automatically.
  • Lines and paragraphs break automatically.

Hvar get ég séð ónýttan persónuafslátt?

25. ágúst 2014

Spurning

Hæhæ, ég er búin að vera að vinna í vetur í hlutastarfi. Langar endilega að vita stöðuna á persónuafslættinum mínum. Hvar get ég séð hann? :)

Hæ!

 

Ónýttan persónuafslátt áttu að geta séð á launaseðlinum þínum svo þú skalt skoða hann vel! Persónuafsláttur árið 2014 er 50.498 krónur á mánuði eða 605.976 krónur á ári. Þessar tölur eiga við hvaða starf sem er, hvort sem það er fullt starf eða hlutastarf.

 

Persónuafslátturinn dregst af svokallaðri staðgreiðslu, þ.e. útsvarinu og tekjuskattinum. Útsvarið er skatturinn sem þú borgar til sveitarfélagsins sem þú býrð í og tekjuskatturinn fer til ríkisins. Ef staðgreiðslan er lægri en persónuafslátturinn kallast það sem eftir er ónýttur persónuafsláttur sem safnast upp fram að áramótum.

 

Dæmi um útreikning ónýtts persónuafsláttar:

 

Segjum sem svo að staðgreiðsluskyld mánaðarlaun Benna séu 120.000 krónur. Hann er í skattþrepi 1 og borgar þá 37,3% af launum í skatt. Staðgreiðslan reiknast því 44.760 krónur. Nú notar Benni persónuafsláttinn, 50.498 krónur, og ónýttur persónuafsláttur er því eftirstandandi 5738 krónur. Þennan ónýtta persónuafslátt getur Benni svo notað ef staðgreiðslan verður hærri en 50.498 krónur og brúar þannig bilið. Þó ber að athuga að uppsafnaður persónuafsláttur rennur alltaf út um áramótin.

 

 

Ef ónýttur persónuafsláttur er ekki reiknaður á launaseðlinum þínum skaltu hafa samband við vinnuveitanda eða stéttarfélagið þitt.

 

Endilega hafðu samband aftur ef þetta svarar spurningunni ekki nægilega vel.

 

Kær kveðja,

Jökull og Stína

 

Höfundur:

Skyldurækin

Fræðslustarf fyrir ungt fólk um vinnumarkaðinn.

25. ágúst 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018