Hvar geta 18 ára og yngri fengið hjálp við átröskun?

14. janúar 2015

Spurning

Hvar geta 18 ára og yngri fengið hjálp við átröskun?

Það eru til ýmiskonar úrræði og stuðningur við átröskun.  Það er hægt að panta tíma á Barna- og unglinga geðdeild http://(http://www.landspitali.is/?pageid=14092).  Það gæti líka verið fínt að byrja á því að fara til læknis á heilsugæslunni og fá þar tilvísun til sérfræðings ef þess þarf.   Einnig er hægt að panta tíma hjá sálfræðingi.  Þetta fer mikið eftir því hve langt einstaklingur er leiddur í sjúkdómnum hvernig meðferð hentar best.  Hér getur þú lesið meira um átröskun:  http://www.gedhjalp.is/?c=webpage&id=29

Ef þessi spurning tengist þér sjálfri/sjálfum þá vona ég að þú leitir þér aðstoðar sem allra fyrst.  Best er að hafa foreldra með í ráðum eða annan fullorðinnn einstakling sem þú treystir. Átröskun er alvarlegur sjúkdómur og miklu betri líkur á góðum árangri af meðferð því fyrr sem leitað er hjálpar.

Gangi þér vel og ekki hika við að skrifa aftur ef þú hefur aðrar spurningar.

14. janúar 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?