Hvenær má fara í kynleiðréttingaraðgerð á Íslandi?

22. október 2014

Spurning

Hæ, ég var að spá hvað er yngsti aldurinn til þess að byrja kynleiðréttingar-aðgerð á Íslandi? með fyrirfram þökk

Góð spurning og því miður er ég ekki alveg viss um svarið.  Ég veit til þess að erlendis hefur meðferð vegna kynáttunarvanda byrjað á unglingsaldri í einhverjum tilfellum (allt niður í 12 ára).  Það er að segja hormónameðferð.  Ég er nokkuð viss um að yngsti aðili sem hefur farið í kynleiðréttingaaðgerð var 16 ára og það var í Þýskalandi.  Hérlendis veit ég ekki til þess að meðferð hafi byrjað fyrir 18 ára aldur og það tekur mislangann tíma.  Ég ráðlegg þér að hafa samband við samtökin TransÍsland hér: http://trans.samtokin78.is/hafdu-samband/  -og hér getur þú lesið um kynleiðréttingaferli: http://trans.samtokin78.is/upplysingar/ferlid-sjalft/

Bestu kveðjur.

22. október 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð