Hver er besta leiðin til að ljúka framhaldskóla eftir tvítugt?

06. ágúst 2014

Spurning

Bók

Bók
Flokkun: 

Ég er 23 ára stelpa og ég flosnaði úr menntaskóla á mínu 1 ári en náði þó að ljúka nokkrum einingum. Ég er að reyna að drífa mig að klára núna, þ.e klára félagsfr.braut og ná stúdentsprófi. Undanfarin tvö ár hef verið í kvöldskóla mh. En þar eru aldrei allir áfangarnir í boði hverja lotu í senn heldur breytist alltaf þannig að mér finnst þetta vera ganga svo hægt hjá mér. Ég hef líka verið í sumarfjarnámi í fá seinustu tvö ár. Ég er ekki með nema einhverjar 50 einingar og ég vil ekki vera orðin þrítug þegar mér tekst loksinis að klára, það hlýtur að vera einhvað sem ég get gert. Ég hef 2 spurningar: Hvaða leið myndi vera fljótlegust fyrir mig? Mér langar að fara í dagskóla, eru einhverjir skólar sem að hafa svolítið af fólki í minni stöðu og jafnvel sama aldursbili? því þó að ég viilji umfram allt ná að klára menntaskóla sem allra fyrst þá væri það auðvitað bónus að líða ekki alveg 100% utangátta í kringum alla unglingana hehe... kær kveðja

Sæl,

Þú hefur í raun um tvennt að velja. Það er að ljúka stúdentsprófi í framhaldskóla eða stunda nám í Menntastoðum og Háskólabrú sem veita þér svo inngöngu í háskólanám.  

 

  • Staðbundið nám í framhaldskóla. Fjöldi skóla kenna nám á félagsfræðibraut. Þú getur skoðað yfirlit yfir þá á síðu okkar um félagsfræðibraut. Námstími er breytilegur en ætti að vera um 2 til 3 ár. Það veltur þó á kennslufyrirkomulagi skóla og  námsframvindu þinni.

    Við höfum því miður ekki upplýsingar um meðalaldur nemanda eftir skólum og því erfitt að segja til um hvar þú finnur skóla með flestum sem stunda nám og eru á svipuðu reki og þú. 
  • Menntastoðir og áframhaldandi nám í Háskólabrú. Menntastoðir er 6 mánaða staðnám eða 10 mánuði dreifinám og metur Keilir námið til 50 eininga. Helstu námsgreinar eru: stærðfræði, íslenska, enska og námstækni. Námið kostar 123.000 kr. Þó er hægt er að sækja um styrki hjá stéttarfélögum fyrir skólagjöldum. Jafnframt styrkir Vinnumálastofnun þá nemendur sem eru án atvinnu. Þú getur lesið nánar um námið á vef Menntastoða .
    Að loknu námi í Menntastoðum ferð þú í áframhaldandi nám í Háskólabrú. Námið tekur 2 til 3 annir eftir því hvaða deild er valin. Í háskólabrú kostar hver áfangi 37.500 kr.- en LÍN lánar fyrir námsgjöldum ásamt því að þú færð rétt til framfærsluláns hjá LÍN.

    Þú getur kynnt þér allt um Háskólabrú og skólan á vef keilis     

Einnig get ég bent þér á ef þú vilt frekari aðstoð við námsvalið að…

  • Þú getur sent fyrirspurnir á ráðgjafa sem sinna innritun í framhaldskóla á facebook síðunni „Ráðgjöf vegna innritunar í framhaldskóla“ 
  • Panta tíma hjá námsráðgjafa í þeim skóla sem þú hefur mestan áhuga á að ljúka stúdentsprófi frá eða þeim skóla sem þú varst/ert skráð í námi. Þeir ættu að vera í stöðu til að aðstoða. Athugaðu þó að þeir veita yfirleitt ráðgjöf um það nám sem er í boði við þá skóla sem þeir starfa.

Gangi þér vel með námsvalið og námið.

Kveðja.
Sindri Snær   

06. ágúst 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?