Hvernig á að putta sig?

06. nóvember 2012

Spurning

Hææ hérna sko ég hef aldrei puttað mig áður en mig langar rosalega til þessa vinkona min sagði að þetta væri mjög gott því hun hefur gert þetta áður en ég þori ekkert að spurja hana hvernig maður á að gera það, hvernig á maður að putta sig ? og viltu lysa þessu i smá atriðum takk :-D og plizz svara sem fyrst ....


Það er algjörlega persónubundið hvað hverjum og einum þykir gott við sjálfsfróun. Hjá stelpum er algengast að fróa sér með því að nudda snípinn. Snípurinn er eins og lítil kúla efst í píkunni, ekki inni í leggöngunum (sjá mynd). Þú verður bara að prófa þig áfram og kynnast þínum líkama og hvað þér þykir gott. Mörgum finnst gott að nudda svæðið í kirngum leggöngin líka eða að láta fingurinn fara aðeins inn. En algengast er að fá fullnægingu með því að nudda snípinn. Það getur verið þægilegra að byrja á því að æfa sig í sturtu eða baði því að þá er húðin blaut og fingur renna betur til.Vonandi hjálpar þetta svar þér eitthvað,  kveðja íris

06. nóvember 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar