Hvernig get ég komið mér í form eins og að fara út að hlaupa án þess að grennast?

09. nóvember 2015

Spurning

ég er grannur og í lélegu formi. ég vill byrja að fara út að hlaupa en vill samt ekki grennast því það yrði mjög slæmt fyrir mig. Hvernig get ég komið mér í form eins og að fara út að hlaupa án þess að grennast?

Hreyfing er alltaf góð og ef þig langar til að fara út að hlaupa án þess að missa kíló þá er það spurning um að borða meira og þá helst prótein.  En ef þig langar í líkamsrækt til að byggja upp vöðva þá eru æfingar með lóðum málið fyrir þig.  Þú getur t.d. skáð þig í líkamsræktarstöð og oftast er hægt að fá ókeypis æfingaprógram frá þjálfurum stöðvarinnar og kennslu á tækin þegar þú byrjar.  Það er líka mikilvægt að borða vel og passa að fá kolvetni, fitu og svo prótein sem er byggingarefni vöðvanna. 

Ef þér líst ekki á að fara í líkamsræktarstöð, já eða ert að spara peninginn þá er fullt hægt að gera heima eða úti.  Hlaupa, gera armbeygjur, maga- og bakæfingar, hnébeygjur og allskonar æfingar með eigin líkamsþyngd eða útvega þér lóð eða útbúa t.d. úr gosflöskum.

Hér eru t.d. æfingaprógröm á netinu sem þú getur ef til vill nýtt þér:

http://evilcyber.com/category/workout/

https://www.fitnessblender.com/videos

Þú skalt endilega bara byrja þó það sé bara að fara í röska göngu.

Gangi þér vel.

09. nóvember 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?