Hvernig losna ég við hár af pungnum?

28. október 2014

Spurning

Hæ, var að pæla með hárvöxt hjá kynfærum. Er að vesenast með hár sem eru bókstaflega á pungnum og hef enga hugmynd hvernig ég á að losna við þau þvi það er augljoslega ekkert hægt að raka það. Svo eru líka hár ofarlega á typpinu og mer finnst það skritið þvi ef eg væri t.d að riða myndu þau fara inn i pikuna og finnst mer þetta þa ekki eðlilegt.

Þetta er algjörlega eðlilegt.  Ekkert að því þó það séu einhver hár á limnum sjálfum og svo auðvitað á pungnum. 

Ef þú vilt losna við hárin þá kemur til greina að raka, vaxa eða nota háreyðingakrem.  Það er rétt hjá þér að það getur verið vandasamt að taka hárin af pungnum.  Það þarf að teygja vel úr húðinni svo að þú skerir þig ekki.  Það getur hjálpað að klippa hárin fyrst eða nota rafmangsrakvél.  Ef þú vilt raka þig með sköfu þá er best að raka sig í sturtu eða eftir sturtu þegar húðin er hrein, heit og blaut.  Best að nota raksápu sem er fyrir viðkæm svæði og hreint rakvélablað.   Svo skaltu skafa í þá átt sem hárin vaxa en ekki á móti hárvexti (það hlífir húðinni og minnkar líkur á kláða, sárum og inngrónum hárum).  Passaðu einnig að toga vel í húðina svo hún sléttist meðan þú rakar til að minnka líkur á skurði.  Eftir raksturinn er gott að þvo með köldu vatni, loka húðinni og nota svo sérstakt after save krem fyrir viðkvæm svæði eða ilmefnalaust græðandi krem. 

Háreyðingarkrem fyrir viðkvæm svæði (oftast merkt bikini) fást í apótekinu, og mjög mikilvægt að fylgja vel leiðbeiningunum og prófa kremið á litlu svæði áður en þú makar því á allan punginn.

Þetta fæst allt saman í apótekinu og láttu það ekki fæla þig frá þó að sumar umbúðirnar séu bleikar.

Vax færðu á snyrtistofum, ekki allar snyrtistofur bjóða upp á þessa þjónustu en einhverjar.  Þetta getur verið sársaukafullt en endist mun lengur en hinar aðferðirnar.

Ef þú vilt þá getur þú kíkt hér á leiðbeiningar með myndum (teiknimyndum þannig að engar áhyggjur..).

http://www.wikihow.com/Shave-Your-Genitals-%28Male%29

 

Það er ekki óeðlilegt að finna fyrir kláða (sérstaklega þegar hárin fara að vaxa aftur) eða að húðin verði rauð sérstaklega eftir rakstur í fyrsta sinn.  Spáðu í þessu, kannski ertu bara sáttur eftir að klippa hárin aðeins eða nota rafmagnsrakvél á svæðið og sleppa rakstrinum með sköfu vegna þess að  því getur fylgt  smá vesen.

Líka mikilvægt að vita að ekki allir eru að fjarlægja hárin á kynfærunum.  Þú ræður hvað þú ert til í að gera.

Gangi þér vel.

28. október 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar