Hvernig á maður að snúa sér ef maður á sér þann draum heitast að verða útfarastjóri eða reka útfaraþjónustu?

22. október 2014

Spurning

Hvernig á maður að snúa sér ef maður á sér þann draum heitast að verða útfarastjóri eða reka útfaraþjónustu, hvað á maður að gera til að láta drauminn rætast?

Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.

Útfararþjónusta er mikið að breytast, fram til þessa hefur starfsfólk í útfararþjónustu ekki haft beina menntun til starfans. En rík áhersla hefur verið lögð á afburða þjónustu. Og menn með menntun og reynslu á sviði þjónustu eins og þjónar hafa því margir hverjir verið ráðnir í útfararþjónustuna.

Útfararstofa Kirkjugarðanna er framsækið fyrirtæki sem leitar fyrirmyndar til þess sem best gerist á Norðurlöndunum. Þar er menntun á sviði guðfræði, sálgæslu,  lögfræði og tónlistar skilgreind sem grunn hæfiskröfur.

Gangi þér vel og vona að draumurinn rætist!

22. október 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð