Hvernig segi ég frá samkynhneigð minni

30. september 2014

Spurning

Hjarta

hjarta
Flokkun: 

Hæ, ég er 14 ára stelpa og ég held að ég sé samkynhneigð. Hvernig á ég að fara að því að segja bestu vinkonu minni það, þetta er mjög ruglandi fyrir mig afþví að ég veit ekki hvernig ég á að takast á við þetta. Það er ein manneskja sem veit þetta og hún vinnur í félagsmiðstöðinni minni og við ætlum að senda póst til samtakanna 78 á morgun en ég er samt kvíðin fyrir þessu öllu og ég veit ekki hvað ég á að gera.

Það er frábært ráð að hafa samband við samtökin78.  Þar er gott fólk með mikla reynslu í þessum málum.  Ég vona að það hafi gengið vel hjá ykkur að hafa samband.  Það er gott að fara í viðtal hjá ráðgjafa hjá þeim, hvort sem það er símaviðtal eða fara þangað í spjall. 

Ég skil að þetta sé stórt skref að taka og getur haft miklar breytingar í för með sér.  Ef að vinkonan er góð þá tekur hún þér eins og þú ert.  Það ætti ekki að breyta neinu hvort þú ert skotin í strákum eða stelpum.  Þú ert sama vinkonan fyrir því.  Treystu á það sjálf.  Það er mikill léttir að geta talað um þetta við einhverja sem þú treystir.  Fjölskyldu og vini.  Treystu fólkinu þínu að það elski þig fyrir það hver þú ert.  Kannski verða einhverjir sem að voru ekki vináttunnar virði en þá er bara gott að það komi í ljós.

Gangi þér ofsalega vel og vertu þú sjálf, alltaf og allsstaðar.

30. september 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?