Hversu lengi tekur það neyðarpilluna að virka?

16. apríl 2018

Spurning

Hversu lengi tekur það neyðarpilluna að virka og hvað gerist ef þú tekur hana 23 klukkustundum eftir

Neyðarpillan virkar best því fyrr sem þú tekur hana eftir samfarir.   Ef þú hefur tekið hana 23 klukkustundum eftir þá eru góðar líkur á að hún virki.  Það virkar ekki að taka hana ef liðnir eru meira en 72 tímar eftir samfarir (s.s. 3 dagar) þannig að þú ert vel innan þess ramma.  Þú skalt bara vera róleg og sjá til hvort það komi blæðingar.  Ef þú ert óviss þá getur þú tekið þungunarpróf eftir 2-3 vikur.  Lang líklegast er að neyðarpillan geri það sem hún á að gera þar sem þú tókst hana nógu snemma.

Gangi þér vel

16. apríl 2018

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?