Hvert á ég að leita ráðgjafar ef ég kemst ekki í Samtökin 78

30. september 2014

Spurning

Halló, ég var búin að senda spurningu áður um trans, núna var ég að spá. Hvað gerir maður þegar maður hefur sagt mömmu og pabba frá. ég bý mjög langt frá Reykjavík og get ekki farið í 78.samtökin eða eitthvað þannig. Getiði hjálpað mér og viljiði reyna að svara eins fljótt og hægt er

Fyrirgefðu hvað svarið berst þér seint (sumarfrí).  Ég var búin að segja þér frá ráðgjöfinni hjá samtökunum78 í fyrra svari.  Það er líka símaráðgjöf.  Ég er ekki alveg viss hvað þú meinar með hvað þú ættir að gera þegar þú hefur rætt við foreldra þína.  Það fer líklega eftir þeirra viðbrögðum.  Ef það koma upp margar spurningar sem þú átt erfitt með að svara eða ef þau eru ósátt þá ráðlegg ég þér samt að hafa samband við samtökin.  Það hjálpar mikið að fara saman í viðtal, etv. hjá sálfræðingi, fjölskylduráðgjafa eða félagsráðgjafa.  Samtökin 78 geta ef til vill bent þér á þjónustu sem er næst þínum heimabæ.  T.d. eru samtök sem heita Hinsegin Norðurland sem eru á Akureyri. Þ Ef að það er nær þér og gæti  hjálpað.  Það eru líka til samtök foreldra.  Endilega hringdu í ráðgjafa síma samtakanna og fáðu svör og stuðning (http://www.samtokin78.is/tjonusta). 

Og endilega ef ég er að misskilja þig eitthvað sendu þá aftur fyrirspurn á Tótalið og ég lofa að svara fljótt.

Gangi þér ofsalega vel.

30. september 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð