Hvítar bólur á typpinu

19. janúar 2015

Spurning

Ég er með hvítar bólur á typpinu. Ég finn ekkert fyrir þessu en þetta er agalega ljótt og vandræðalegt. Þetta er undir húðinni eins og fitubólur eða eitthvað, hvað er hægt að gera? einhverntíman sá ég á netinu einhver lyf gegn þessu, er eitthvað þannig til á íslandi?

 

Ekki hafa neinar áhyggjur af því.  Þetta hverfur af sjálfum sér en getur tekið einhvern tíma, stundum nokkrar vikur.  Þú skalt alveg láta þetta vera og ekki kroppa eða kreista bólurnar því þá eru meiri líkur á sýkingu.  Ef bóla verður rauð og bólgin þá gætir þú þurft að fara til læknis.  En það er ólíklegt.  Það er svo alltaf gott að passa upp á hreinlætið og þvo sér eða fara í sturtu einu sinni á dag.

Gangi þér vel, kv. íris

19. janúar 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018