Kláðabólur á typpinu

19. janúar 2015

Spurning

Hæ, ég er 14 ára strákur og var að spá í bólum sem ég er með á typpinu..
Ég er s.s með margar litlar hvítar bólur eða eitthvað á typpinu þar sem hárin eru(alveg neðst). Var að pæla hvað þetta gæti verið, eitthvað útbrot eftir að ég er að klóra mér? Klæjar alveg oft þarna.

Þetta er að öllum líkindum alveg saklaust og hverfur af sjálfu sér.  Gætu verið inngróin hár eða bara svona venjulegar bólur.  Það er best að þvo sér bara á hverju kvöldi með þvottapoka og vatni.  Getur hjálpað að nudda aðeins til að opna húðina ef þetta væru inngróin hár.  Kláði getur fylgt því þegar hár eru að vaxa aftur eftir rakstur til dæmis.  Þannig að það er líklegasta skíringin ef þú ert farinn að snyrta hárvöxtinn við typpið.  Passaðu að þurrka þér alltaf vel eftir þvott og sturtu.

Ef þú ert rauður þarna í kring og klæjar mikið þá gæti verið að þetta væri sveppasýking og þá þarf krem til að laga það.  Það fæst í apóteki og heitir Daktacort.  Þarft ekki lyfseðil og alveg óhætt að prófa að nota það.

Ef þú hefur haft samfarir þá þarftu að láta lækni kíkja á þetta til að vera viss um að þetta sé ekki kynsjúkdómur.  Ef svo er ekki þá skaltu prófa að þvo þér og gefa þessu tíma. 

Gangi þér vel, kveðja íris

19. janúar 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018