Kostar eitthvað að láta skoða sig fyrir kynsjúkdómum?

29. maí 2012

Spurning

kostar einhvað að láta skoða sig fyrir kynsjúkdómum er það ekki bara að hringja og panta tíma vantar að vita as soon as possible og ef svo hva mikið og hva heitir aftur gata sem etta er hjá sem maður getur farið

Þegar maður þarf að fara á göngudeild Húð- og ...

Sæl/l

ef þú ert að pæla í ókeypis úrræði þá er um tvennt að velja, göngudeild húð- og kynsjúkdóma eða unglingamóttakan í þínu hverfi. Göngudeild húð og kynsjúkdóma er í Þverholti 18.Síminn þar er 5602320 og það er opið kl. 8-16 alla virka daga. Þú pantar tíma fyrir kl 9 á morgnana. Ef þú ferð á Húð og Kyn (göngudeild húð- og kynsjúkdóma) þá tekur það nokkra daga að vinna úr niðurstöðunum. Talað er um 2-3 daga en það getur tekið lengri tíma. Ef þú hefur hugsað þér að fara á unlingamóttökuna þá er hér á tótalsíðunni grein um heilsugæsluna og í henni geturðu séð hvaða móttaka tilheyrir þínu hverfi. Unglingamóttakan er fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára. Það kostar ekki neitt fyrir þig að fara þangað og þú þarft ekki að panta tíma, bara mæta þegar móttakan er opin.

Gangi þér vel :)
Kv.
Ösp

29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Nám |  04.09.2017 Meðaleinkunn inn í Versló
Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Útbrot á typpið
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?