Kynfæravörtur

29. maí 2012

Spurning

Hvað gerist ef maður er með kynvörtur og maður kemst ekki að láta taka það af. Gerist eitthvað hættulegt(fyrir kk)?
Sæll/sæl, Ég ráðlegg þér nú að drífa þig sem fyrst til læknis og fá meðferð við þessu. Þessar vörtur eru bráðsmitandi, smitast við kynmök, geta líka smitast við munmök. Smokkurinn er ekki fullkomin vörn til að verjast þessu þar sem þær geta smitast þegar húð snertir húð. Þessar vörtur geta verið ansi hvimleiðar, bæði óþægilegar og þrálátar. Þú þarft helst að hafa verið einkennalaus í ca 3 mánuði til að lágmarka hættuna á því að smita bólfélaga þinn. Hins vegar gerist ekkert hættulegt þó það dragist eitthvað að þú komist til læknis. Það er ansi góð umfjöllun um þessar vörtur og aðra kynsjúkdóma á forvarnir.com. Gangi þér vel. Kveðja, Jóhanna
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar