Kynhneigð

13. ágúst 2015

Spurning

hæ Fyrir nokkrum vikum fór ég að halda að ég sé lesbía. Hvernig veit maður hvort að maður sé samkynhneigð/ur, tvíkynhneigð/ur eða bara gagnkynhneigð/ur? Ég hef alltaf haft áhuga á að vera með strákum en hef ekki lengur áhuga að vera með strákum, mér langar ara að vera með stelpum (hef aldrei verið eð stelpu en langar að prófa). Mér langar að vera lesbía, er það eðlilegt? Mér finnst ég ekki vera tilbúin til að tala um þetta við einhvern þannig að vonandi fæ ég svar :) kveðja 13 ára stelpa sem langar að fá svör :)


Það er ekkert að því að langa að prófa og ekkert óeðlilegt við þessar hugsanir þínar.  Þú skalt bara gefa  þér tíma til að finna út hvað það er sem þú vilt.  Kannski ertu lesbía, kannski tvíkynhneigð og kannski gagnkynhneigð.  Þú þarft ekki að velja eitthvað af þessu.  Þú skalt vera bara akkúrat eins og þú ert, og akkúrat núna ertu meira að pæla í stelpum og það er í góðu lagi.  Þú skalt bara fylgja hjartanu í þessum málum.  Ef þig langar að ræða málin þá getur þú haft samband við Samtökin78 og fengið ráðgjöf og spjall um þessi mál.  Best væri að þú ræddir við forledra fyrst og fengir þau til liðs við þig þar sem þú ert svo ung.  Þú mátt samt alveg hringja í ráðgjafa hjá samtökunum og spyrjast fyrir.  Það getur verið gott að tala við einhvern með svipaða reynslu og þú.  Það er einnig til ungliðahreyfing innan samtakanna fyrir unglinga 14-20 ára.  En fyrst og fremst skaltu bara gefa þér tíma til að finna út hvað þú vilt og vera óhrædd við að vera þú sjálf.  Það er gott að ræða við einhvern fullorðinn og ef þú ert ekki tilbúin að ræða við foreldra þá gætir þú prófað að tala við skólahjúkrunarfræing eða námsráðgjafa í skólanum þínum í haust.   En það er engin ástæða til að kalla sig samkynhneigða eða gagnkynhneigða  áður en þú finnur út úr málunum, þú ert bara þú. 
http://www.samtokin78.is/tjonusta/radgjof
Bestu kveðjur.

13. ágúst 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð