Kynsjúkdóma tjekk

29. maí 2012

Spurning

Halló Ég er ein 18ára í rvk og ákvað í samráði við kærastann minn að byrja á pillunni til að losna við allt vesenið sem fylgir smokknum, en ég vil fyrst að bæði hann og ég förum í 'tjekk' uppá að vera með enga kynsjúkdóma. Hverjir eru helstu staðirnir sem hægt er að fara til að fara í 'tjekk'? Þarf að panta tíma? Hvernig fer þetta fram? getum við ekki farið á sama staðin, eða er þetta kynskipt? og tekur það nokkuð langan tíma? Einnig hef ég verið að spá útí kvenskoðunina. Er það hjá kvensjúkdómalækni? Eða er það bara heimilislæknirinn? og hve oft þarf maður að fara í þessa skoðun? og hvernig fer þessi skoðun fram? (hef heyrt þó nokkrar hryllingssögur)
Sæl og blessuð, Frábært að heyra að þið séuð svona meðvituð og ábyrgt ungt fólk og mættu fleiri taka ykkur sér til fyrirmyndar. Einfaldasta leiðin til að fara í svona tékk er að leita til göngudeildar Lsp. v. húð og kynsjúkdóma. Deildin er staðsett í Þverholti 18 og síminn þar er 543-6050. Það þarf að panta tíma og er það gert milli 8-9 alla virka daga. Þar hittið þið hjúkrunarfræðing sem talar við ykkur og tekur þvagprufu (oftast er bara ath. með klamydíu og lekanda) en ef þið óskið eftir og talin er ástæða til er einnig hægt að kanna með alnæmi og fleira. Þetta er þjónusta sem ekki þarf að greiða fyrir. Ef þið viljið hins vegar fá skoðun þ.e. til að kanna með kynfæravörtur og annað slíkt þarf að panta tíma hjá lækni og þá er það kynsjúkdómalæknir sem skoðar (er líka gert þarna í Þverholti) þá þarf væntanlega að borga eitthvað fyrir. Einnig geta konur pantað tíma hjá kvensjúkdómalækni, sjá gulu síðurnar í símaskrá (oft nokkrurra vikna bið) og gerir hann þá hefðbunda kvenskoðun. Þá klæðir konan sig úr að neðan og leggst síðan uppá skoðunarbekk og innri og yrti kynfæri eru skoðuð. Þetta er kannski ekki það skemmtilegasta en á ekki að vera neitt sárskaukafullt eða slæmt. Það er um að gera að vera afslappaður og líta á þetta eins og hverja aðra skoðun. Gangi ykkur vel, kveðja, Jóhanna
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum