Kynsjúkdómar án kynlífs

29. maí 2012

Spurning

Er hægt að fá kynsjúkdóm án þess að hafa stundað kynlíf?
Hei, Samkvæmt skilgreiningunni smitast kynsjúkdómar við að slímhúð kemst í snertingu við slímhúð. Þetta getur verið með að typpi komið við kynfæri kvenna (nóg að vera við skapbarmana), komi við eða í kringum endaþarm og einnig við munnmök - því eru til smokkar með bragðtegundum. Ef þú hefur aldrei haft nein kynferðisleg samneiti við neinn - þ.e þú hefur ekki látið kynfærin þín við kynfæri kvenna, við endaþarm eða í munn, þá er nánast ómögulegt að þú hafir fengið kynsjúkdóm. Mörg þeirra einkenna sem koma fram við smitun kynsjúkdóm; aukin útferð, kláði, sviði, vörtur eða dílar á kynfærum, geta verið af öðrum "saklausum" ástæðum. Hins vegar er alltaf gott að leita sér ráðleggingar hjá heimilislækni eða á unglingamóttöku til að ganga úr skugga um að allt er í lagi. Vona að þetta hafi svarað spurningu þinni, gangi þér vel dagbjört
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum