Langar að 'aflessast'

30. september 2014

Spurning

Ég heyrði nýlega að það væri einhver amerískur kall sem kom nýlega til Íslands og hann segist geta ''afhommað'' fólk. Málið er að ég er lesbía og foreldrar mínir vita það ekki... ég þori ekki að segja þeim það. Frændi minn veit af því að ég er lessa og hann sagði mér að panta tíma hjá þessum ameríska kalli.. en ég vil það ekki. Það eru allir í fjölskyldunni minni á móti lessum og hommum. Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég vil bara deyja eða e-ð. Ég vil ekki lifa, því það hata mig allir útaf því sem ég er.. hjálp!

Sæl vertu.

Það sem þú ert að vísa í er sú kenning ákveðinna trúarflokka að hægt sé að læra nýja kynhneigð. Litið er á samkynhneigð sem einhvers konar lærða hegðun og sem synd sem þurfi að uppræta. Samkvæmt erlendum rannsóknum skilar afhommun ekki tilætluðum árangri. Afhommun vill sumsé oft enda með því að téður samkynhneigður einstaklingur gengur úr söfnuðinum og gengst við kynhneigð sinni. Það eru margar kenningar um það afhverju fólk sé samkynhneigt og eru flestar af líffræðilegum toga. Það er að þetta sé genatengt að að uppbygging í heilanum eða í hormónum valdi samkynhneigð. Það að gefa samkynhneigðum hormóna hefur þó ekki heldur breytt kynhneigð. Margir aðhyllast þó frekar líffræðilegar skýringar frekar en félagslegar þar sem uppeldi virðist ekki hafa áhrif á kynhneigð. Samkynhneigð er ekki að fullu útskýrt ástand og það þarf heldur ekkert endilega að vita af hverju fólk er samkynhneigt. Það sem eftir stendur er það að einstaklingur hneigist að eigin kyni og best að vinna með það og fella það inn í sjálfsmyndina. Flestir eiga mjög erfitt með að skilja hvað sé slæmt við það að vera lessa og hommi og oft erfitt að sjá hvaða máli það skiptir hvort annað fólk eða það sjálft hneigist að eigin kyni eða því gagnstæða. Með smá fræðslu um samkynhneigð þá ættu foreldrar þínir kannski að geta litið mildari augum á málið. Áður en þú ákveður að reyna þessa afhommunaraðferð þá myndi ég mæla með því að þú kynnir þér alls konar aðrar leiðir líka. Ég get t.d bent þér á félag samkynhneigðra stúdenta en þar hittist ungt fólk. Vefurinn þeirra er www.fss.is einnig eru samtökin 78 með góðan vef en slóðin á þann vef er www.samtokin78.is ég hvet þig eindregið að hafa samband við þau. Það er alltaf mjög gott að ræða við fólk sem er í svipaðri stöðu. Gangi þér sem allra best. KV. Ösp

30. september 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Staðir tengdir síðu

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018