Leiðist alltaf og er alltaf pirraður

29. maí 2012

Spurning

ég held að ég sé þunglyndur þeas mér leiðist alltaf og er alltaf pirraður, ég hef oft sagt frá þessu en það tekur enginn mark á mér. hvað á ég að gera?
Sæll. Það er ekki gott að vera alltaf þungur og pirraður en mjög flott hjá þér að hafa áhuga á að taka á þessu og vera að stíga fyrstu skrefin í því. Ég mæli með því að þú farir og hittir ráðgjafa til dæmis félags eða unglinga ráðgjafa hjá þjónustumiðstöðinni þinni. Þjónustumiðstöðvarnar eru ein í hverju hverfi og þar eru ráðgjafar sem eru tilbúnir til að hlusta á vandamál og hjálpa til við að finna meðferð á viðráðanlegu verði osfrv. Þar sem ég veit ekki hvaða hverfi þú átt heima í þá mæli ég með því að þú hringir í 118 og fáir þær til að segja þér hvaða þjónustumiðstöð þú átt að fara. Gangi þér vel. kv.Ösp
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar