Leit að kynjasálfræðingi

13. ágúst 2015

Spurning

Hæ. Ég er transstrákur og verð átján ára eftir fimm mánuði. Ég er kominn út úr skápnum fyrir vinum mínum og foreldrum en er ekki byrjaður í neinu ferli og mig langar að fara að byrja sem fyrst. Mig langar að byrja á því að fara til kynjasálfræðings (e. Gender therapist) áður en ég kem út fyrir fjölskydunni. Nú er ég búinn að leita mikið á netinu og ég finn hvergi sálfræðinga sem beina sér að kyni fólks, þess vegna spyr ég ykkur, í von um svar, hvert get ég leitað? P.s. foreldrar mínir tóku þessu ekki sem best þannig að ég er nokkuð viss um að þau munu ekki hjálpa í leit að sálfræðingi


Ég þekki því miður ekki sálfræðinga sem eru sérfræðingar í þessum efnum en Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur starfað mikið með ungu fólki í kynleiðréttingarferlinu og er líklega okkar helsti sérfræðingur í þessum efnum.  Hann fer fyrir sérstöku teymi á Landspítalanum.  Hægt er að hafa  samband við Óttar Guðmundsson  í gegnum tölvupóst á ottarg@landspitali.is eða panta tíma hjá honum á Læknastöðinni í síma 568-6811. Ég gæti þó trúað að þú þyrftir að vera orðinn 18 ára til þess að byrja ferlið, amk. ef þú býst við að gera það án samþykkis foreldra.  
Það væri líka gott hjá þér að hafa samband við samtökin TransÍsland hér: http://trans.samtokin78.is/hafdu-samband/   -og hér getur þú lesið um kynleiðréttingaferli: http://trans.samtokin78.is/upplysingar/ferlid-sjalft/
Það er mikill stuðningur að tala við þá sem hafa gengið í gengum svipaðar pælingar og þú .
Gangi þér ofsa vel.

13. ágúst 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Nám |  14.02.2018
Einkalíf |  06.04.2016
Heimilið |  21.04.2015
Vinna |  10.05.2017

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð