Líður illa og lítið sjálfstraust

20. október 2016

Spurning

Mér líður illa! :/
Ég hef ekkert sjálfstraust og finnst ég vera of feit.. Ég er 2 kg yfir kjörþyngd og finnst það ömurlegt. Veit ekkert hvað ég á að gera. Mig langar til að fara réttu leiðina og fá mér einkaþjálfara til að hjálpa mér við skynsamlegt mataræði og þjálfun, en ég er of feimin og með ekkert sjálfstraust að það bara stoppar mig. Ég er 16 ára og hef alltaf verið í breiðari kantinum. Kærastinn minn er alltaf að biðja mig um að leita mér hjálpar en ég bara get það ekki. Ég elska samt að borða, borða mig samt aldrei fullsadda né frekar mikið.. En í hvert skipti sem ég borða fyllist ég viðbjóði við að hugsa um matinn og sjálfa mig bara.. Mér líður illa! Getið þið plís reynt að hjálpa mér eitthvað?

Mikið er leitt að heyra hvað þér líður illa. Það er alveg rétt hjá kærastanum að þú verður að fá aðstoð. Byrjaðu á því að tala um þetta við einhvern sem þú treystir og þá er ég að tala um einhvern fullorðinn. Best er ef þú treystir þér til að ræða þessi mál við foreldra og þið leitið svo aðstoðar í sameiningu. Ef þú getur ekki hugsað þér það þá getur þú rætt við t.d. skólahjúkrunarfræðing, lækni á heilsugæslunni eða haft samband við Barna- og unglingageðdeild landsspítala og fengið ráð þar.

Ég bendi þér á að kíkja á www.umhuga.is eða Rauðikrossinn.

Vonandi hefur þú samband við einhvern sem allra fyrst. Það er best fyrir þig og best fyrir sambandið þitt. Það er erfitt að horfa upp á einhvern sem manni þykir vænt um líða illa.  Kærastanum þínum þykir það örugglega mjög erfitt og því biður hann þig að leita hjálpar.  Hlustaðu á hann. Þessi líðan er ekki í lagi.

Gangi þér vel og skrifaðu endilega aftur ef þú vilt spyrja nánar.

Bestu kveðjur íris

20. október 2016