Litlar hvítleitar bólur á liminum

29. maí 2015

Spurning

Hæ, Ég er 17 ára strákur og vill svo leiðinlega til að ég hef litlar hvítleitar bólur á liminum. Ég veit að þetta er algengt en málið er að þær virðast ekkert vera að fara þar sem ég hef verið með þær síðan ég var 13 ára. Hvað er til ráðs?

Þetta eru saklausar bólur en skiljanlega er leiðinlegt þegar þær hverfa ekki.  Ég ráðlegg þér að fara til læknis og fá ráð þar.  Þú getur pantað þér tíma hjá heimilislækni á heilsugæslunni í þínu hverfi eða þá pantað tíma hjá húðsjúkdómalækni.  Þetta er mjög algengt og ekkert til að skammast þín fyrir þannig að ekki vera feiminn við að ræða þetta við lækni.  Ég ráðlegg þér að láta kíkja á þetta fyrst að bólurnar hafa verið svona lengi.

Gangi þér vel.

29. maí 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Spurningar tengdar síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Heilsa & kynlíf |  16.12.2014
Einkalíf |  02.05.2016

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Hvað er G-blettur?
Stelpuhorn |  18.09.2017 Hvernig fer ég í fóstureyðingu?