Litlir rauðir blettir á kóngnum

11. janúar 2017

Spurning

Halló elsku áttavitinn, ég er með spurningu, ég semsagt hef fengið litla rauð bletti á kónginn og undir forhuðina og það leit bara út fyrir að vera sveppasýking... Það fór en nú er það komið aftur og er aðeins verra,. Ég á kærustu og stundaði kynlíf með henni eins og oft og þá kom þetta, núna eru blettirnir fleiri og líta smá út eins og sár en eru það samt ekki held ég, þetta getur ekki verið kynsjúkdómur víst að við höfum bara stundað kynlíf með hvor öðru... Takk fyrir mig:D

Takk fyrir spurninguna.  Það er rétt að þetta getur ekki verið kynsjúkdómur ef þið hafið bara verið með hvort öðru, flott að taka það fram.  Ef þig grunar sveppasýkingu þá þarftu að nota krem, þú getur keypt Daktacort í apótekinu og ættir að bera það á þig þar til þú verður góður og svo nokkra daga eftir það líka.  Daktacort getur líka hjálpað þó þetta sé ekki sveppur, það er græðandi.  Þú ættir samt ekki að nota það í meira en tvær vikur án þess að taka pásu á milli.  Enda tími til að fara til læknis ef þetta skánar ekki á þeim tíma.

Ef þetta er sveppasýking þá er mikilvægt að kærastan noti krem líka, Canesten eða Pevaryl.  Þarf ekki lyfseðil, fæst í apóteki.  Sama regla þar, nota þar til einkenni, kláði eða roði hættir og svo í 2-3 daga í viðbót.  Ef þið notið ekki bæði krem er hætta á að smita hvort annað endurtekið.

Ef þú hefur fengið frunsu þá ættir þú að hafa í huga að smá séns er á að smita sjálfan sig af kynfæraherpes með því að snerta frunsu sem vessar úr og svo kynfæri.  Þá getur mögulega smitast Herpes veiran í kynfæri þó þú hafir ekki haft samfarir.  Ólíklegt en séns.  Hefur það í huga.

Gangi þér vel.

 

11. janúar 2017

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar