Löskuð sjálfsmynd og fjölskylduvandamál

29. maí 2012

Spurning

ég er með svakalega léléga sjálfsímynd. Það má ekkert segja um/við mig án þess að ég taki það inná mig og verði sár. Það má engan vegin benda á galla mína því annars brotna ég algjörlega saman. Það er nú frekar slæmt þar sem ég kem úr fjölskyldu sem hefur það að hefð að djóka með galla allra og gera grín af öllu og öllum. Bráðum þoli ég ekki meira. Svo er ég hætt að taka mark á fólki ef það segir eitthvað gott um/við mig. Því á móti öllu því leiðinlega það segir þá er það góða ekkert. Veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra tilfinningarmínar en undanfarnar vikur er þetta að drepa mig niður. ég er farin að fitna og nenni ekki lengur að hugsa um útlitið. Ein stelpa sem ég þekki minntist líka á að ég væri farin að missa "sjarmann" minn. Að ég væri orðin meira niðurdregnari og leiðari. Innilokaðri. Fyrir nokkrum árum flutti ég erlendis með fjölskyldu minni og lenti í svaka veseni. Lennti í einelti og öðru líku. Svo þegar ég er loksins farin að koma undir mig fótunum þá dregur sjálfstraustið mitt mig niður. Eftir viku er ég að fara að byrja í nýjum skóla og flytja á vist.. Og ég er svo drullu hrædd um að ég lokist einfaldlega að því að ég trúi því af öllu mínu hjarta að ég sé leiðinleg og ógeðsleg manneskja. ég á ekki beint marga vini til að hvetja mig og eins og ég hef sagt er fjölskylda mín ekki beint uppbyggjandi. Plús þá fell ég í skugga 4 yngri bræðra og peningavandamála. Ég er mjög aftarlega í forgangsröðinni. Undanfarið hef ég líka tekið nokkur æðisköst og drullað yfir mömmu mína til að fá smá athygli. Því neikvæð athygli er betri en engin athygli. Um dagin fékk hún nóg þegar ég skellti hurðinni á hana og læsti þannig að hún sparkaði hurðinni upp ( reyndar mjög gömul hurð, ekki eins og það hafi þurft mikið). ég er að ganga fram af öllum og sjálfri mér. Hjálp ? ( 16 ára stelpa)
Sæl, Mig langar til að byrja á því að hrósa þér fyrir að leita þér aðstoðar, því það eitt getur verið drulluerfitt, og að gera það sýnir mikinn styrkleika. Þú hefur líka góða innsýn inní líðan þínar og tilfinningar sem getur verið góður styrkur og eitthvað sem þú ættir að nýta þér núna þegar þú ferð og leitar þér enn meiri aðstoðar. Þú talar um að í fjölskyldu þinni sé eðlilegt að vera að grínast með galla annarra fjölskyldumeðlima. Hefur þú e-n tímann reynt að ræða það, t.d. við foreldra þína, á einlægan hátt að þér finnist þetta óþægilegt? Stundum getur verið nóg að ræða hlutina á einlægan og rólegan hátt til að hlustað sé á mann. Og í framhaldinu á því að tekið yrði tillit til þinna óska. En það er ekki gott að heyra að þú getir ekki tekið hrósi, þegar fólk er að segja góða hluti um þig. Það er greinilegt að þú hefur sjálf áhyggjur af þinni líðan og vinir þínir í kringum þig eru farnir að taka eftir því að þér líður ekki vel. Ég tel því algjörlega nauðsynlegt að þú talir við e-n fullorðinn sem þú treystir og ræðir líðan þína. Það er sérstaklega nauðsynlegt þar sem þú ert að fara í nýjar aðstæður með nýju fólki. Þá getur verið rétti tíminn fyrir þig að taka á þessari vanliðan þinni og eins og þú lýsir því, lága sjálfsmati. Helst þarftu að ræða strax við námsráðgjafann í nýja skólanum þínum og fá hann til að vera þér innan handar og benda þér á leiðir fyrir þig á þessum nýja stað þar sem þú býrð. Einnig getur þú líka alltaf leitað til Félagsþjónustunnar í því sveitafélagi sem þú býrð. Kv. Erla
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar