Maður sem starir alltaf á mig

09. maí 2016

Spurning

Hæ, ég er 12 ára stelpa og ég er í smá vanda. Sko, ég fer alltaf í samkaup að versla fyrir mömmu. Það er neflinlega maður að vinna þar sem starir alltaf á mig þegar hann er að afgreiða mig. Í dag þá fór ég út í Samkaup og hann starði og pírði augun smá og smellti fingrum í áttina að mér. Hvað á ég að gera?! Hann er farinn að hræða mig.
Fyrirfram þakkir :(

Segðu frá.  Þú skalt segja mömmu þinni eða öðrum fullorðnum sem þú þekkir frá þessu strax.  Þú skalt ekki tala við manninn í búðinni og forðast að líta á hann meðan þú ert að versla.  Best ef þú gætir sleppt því að fara ein í búðina ef þér finnst hann svona óþægilegur.   Kannski er önnur búð sem er ekki svo langt frá sem þú gætir farið í í staðinn?  Allavega talaðu við einhvern fullorðinn um þetta sem fyrst.  Gætir líka rætt við kennara eða skólahjúkrunarfræðing og fengið aðstoð við að ræða þetta heima ef þér finnst það erfitt.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.

09. maí 2016

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.06.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  24.07.2013 Kláði í kynfærum