Mamma leyfir mér ekki að gista

18. febrúar 2014

Spurning

ég er stelpa á 15.aldursári. Ég er búin að vera með kærastanum mínum í 2 ár og einhverja mánuði og okkur langar svo að gista saman en mamma er ekki að fara leyfa það næstum því strax en btw hann er jafn gamall og ég. Er allt of ungt að gista saman 15 ára? Erum búin að stunda kynlíf saman í ár eða meira, hvað finnst ykkur? Helduru að það sé langt í að mamma gefi grænt ljós?

Þetta er erfið spurning.  Mömmur eru svo misjafnar og með allskonar skoðanir.  Veit mamma þín að þið eruð farin að stunda kynlíf?  Ef ekki þá er spurning að treysta henni fyrir því og sjá hvað hún segir.  Kannski heldur hún að með því að gefa leyfi fyrir því að gista saman sé hún að gefa leyfi fyrir því að þið byrjið að stunda kynlíf.  Og það er hún kannski ekki tilbúin í þó að þið séuð það.  En um að gera að ræða þetta við hana, ræða um sambandið ykkar, að þið séuð farin að stunda kynlíf og ræða um getnaðarvarnir.  Láta vita að þið séuð ábyrg.  Sem ég vona svo sannarlega að þið séuð!  Ég hef of margar ósavaraða spurningar um sambandið ykkar og aðstæður til að ég geti sagt mitt álit.  Þannig að ræddu við mömmuna þína af hreinskilni, treystu henni og sjáðu hvernig fer.

Gangi þér vel, kveðja íris

18. febrúar 2014

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð