Matarfíkill?

18. ágúst 2015

Spurning

Held í alvöru að ég sé matarfíkill! Ég bara get ekki hamið mig, er ekki rosa feit en hata samt sjálfan mig. Er 169cm og 73kg er það of mikið? Æfi engar íþróttir útaf nokkrum ástæðum en ég fer í ræktina..er hægt að vera "matarfíkill"? Hvað get ég gert til að hætta borða? Takk


Það er sannarlega hægt að vera matarfíkill en ég er samt ekki viss um að það eigi við þig.  Þú getur kynnt þér málið hér:  http://www.matarfikn.is/fraedsla/er-eg-matarfikill/
Mér heyrist að þitt vandamál gæti falist í lélegu sjálfsáliti eða sjálfstrausti.  Það er ekki í lagi að hata sjálfa sig...sama hversu mikið þú borðar.  Ef þér líkar illa við sjálfa þig þá er hætta á því að þú sért að fara illa með þig, borða óhollt og hugsa neikvætt um sjálfa þig.  Það eru til meðferðir til að breyta því.  Það hjálpar að tala við sálfræðing eða fara á sjálfstyrkingar námskeið.  Byrjaðu á því að tala við einhvern fullorðinn sem þú treystir vel, flott ef það er mamma þín eða pabbi.  Ef þú treystir þér ekki til að ræða þetta heima þá gætir þú prófað að tala við skólahjúkrunarfræðing eða námsráðgjafa í skólanum þínum.  Þá getur þú fengið aðstoð við að finna út hvernig meðferð gæti hentað þér og hvað er í boði í þínum heimabæ.  Kannski hjálpar að koma í nokkur viðtöl hjá skólahjúkrunarfræðingnum, að ræða um hvernig manni líður hjálpar heilmikið og gæti varpað ljósi á hvert vandamálið er í raun og veru og afhverju þú upplifir að þú borðir of mikið. 
Endilega skrifaðu okkur aftur ef þér líst ekki á þessi ráð eða finnst þetta ekki henta þér.  Tótalkveðja.

18. ágúst 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Efni tengt síðu

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Einkalíf |  02.05.2016
Vinna |  20.02.2015