Mega kennarar og nemendur byrja saman?

08. september 2015

Spurning

Hæ, ég er 16 ára stelpa. Ég er í skóla og frá fyrsta skóladeginum hefur mér fundist kennarinn minn (hann er 23.ára) svo sætur. Fyrir stuttu þurfti ég að tala við hann eftir seinasta tímann þegar allir voru farnir úr stofunni, ég var að spyrja hann um heimavinnuna og þá kyssti hann mig. Við erum orðinn svo ástfanginn hvort af öðru og við viljum byrja saman.
Ég fer stundum heim til hans eftir skóla (ég veit hvar hann býr), ég elska að vera nálægt honum og mynd gera allt til þess að kyssa hann úti á götu fyrir framan fólk en við vitum ekki hvort við meigum það og hvort þetta allt er æskilegt útaf viðbrögðum hjá fólki í kringum okkur.


Mega kennarar og nemendur byrja saman?


Ef mamma eða pabbi komast að þessu segja þau mér að dömpa honum en við elskum hvort annað allt of mikið.
Ef við stundum kynlíf gæti hann nokkuð farið í fangelsi fyrir naugðun?


Mér fannst mjög erfitt að svar þessari spurningu frá þér. Ég veit að ástin spyr ekki um aldur og auðvitað getur það gerst að nemandi og kennari verði ástfangin. Það er ekki ólöglegt.  Og það er ekki ólöglegt að þið verðið kærustupar og engin lög sem banna það að þið stundið kynlíf.  Þú ert orðin nógu gömul samkvæmt lögum til að ákveða það sjálf hvernær þú ert tilbúin að stunda kynlíf með öðrum. Ég vil samt hvetja þig til að ræða við foreldra þína sem fyrst.  Þau munu komast að sambandi ykkar fyrr eða síðar og best ef þú ræðir við þau sem allra fyrst og segir þeim í fullri hreinskilni frá sambandinu.  Þú þarft líka að passa sjálfa þig vel.  Hann er eldri en þú og hefur meiri lífsreynslu, líklega meiri reynslu af kynlífi og ef til vill af fyrri samböndum.  Hann er líka kennarinn þinn sem að getur sett ykkur í skrítna stöðu.  Staða hans sem kennarinn þinn og einnig aldursmunurinn geta valdið miklu ójafnvægi í sambandinu, þannig að hann ráði meiru.  Það getur komið þannig fram að hann viti betur en þú.  En þú verður að muna og treysta á að þú vitir best fyrir þig í sambandinu.  Það er mikil áskorun að vera með manni sem er þetta mikið eldri sérstaklega þar sem þú ert svo ung, bara 16 ára.  Það er einnig mikil hætta á því að skoðanir fólks í kringum ykkur á sambandinu séu neikvæðar.  Að 23. ára maður eigi ekki að vera með 16 ára stelpu, og hvað þá kennari með nemanda.  Þið verðið að vera undirbúin undir það og vita að það er ástæða fyrir þessari umræðu.  Fólk hefur áhyggjur af því að þú farir illa út úr sambandinu.  Einnig veit ég ekki hvernig vinnuveitendur hans bregðast við eða hvaða reglur gilda þar.  


Í ástarsambandi á að ríkja jafnrétti og það getur verið erfitt í ykkar tilfelli, amk. til að byrja með.  Farðu vel með þig., taktu þér góðan tíma til að spá í tilfinningar þínar og hans, spáið í hvort þið eruð tilbúin að opinbera sambandið ykkar og hvort þetta sé eitthvað sem þið viljið bæði.  Talaðu við mömmu þína, pabba, eldri systkini eða ömmu.  Einhvern sem þekkir þig vel og þú treystir.  Gerðu það sem fyrst.  Ekki sitja ein með þessa ákvörðun um að fara í samband með þessum manni án þess að tala við fólkið þitt fyrst og ræða tilfinningar þínar.


Bestu kveðjur og velkomið að skrifa aftur til tótal.

08. september 2015

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Nám |  14.02.2018
Vinna |  10.05.2017
Vinna |  20.02.2015

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  12.12.2012 Mikil útferð