Mikil vanlíðan

29. maí 2012

Spurning

Hæhæ, mig langar að spurja hvort þið séuð með einhver ráð handa mér. Ég er 17 ára stelpa fynnst eins og ég sé alveg að gefast upp á öllu !! Mér hefur alltaf gengið rosalega vel í námi og æft söng og stundað íþróttir, en núna undanfarið þá hafa allar einkannir og öll mín velgengni farið niður á við. Ég fynn fyrir mikilli vanlíðan en veit þó ekki alltaf afhverju og þegar ég á að læra heima þá bíð í alltaf með það rétt fyrir svefninn. Svo þegar ég ætla að byrja að læra þá fynnst mér bara eins og ég ráði ekki við það þótt það sé ekki svo mikið og brotna bara oft niður! Mér fynnst ég líka hafa misst allan áhuga öllu því sem ég er að læra og gera. Hugsanir og allt lífið er komið í eina flækju en mig langar alveg rosalega að laga alla þessa vanlíðan og ná mér aftur á strik en held bara að það sé orðið of seint. Kveðja, ein ringluð
Sæl, Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar og það er mjög flott hjá þér og sýnir mikinn styrk að gera það og það að hafa samband hérna er fyrsta skrefið hjá þér. Það er greinilegt að þér líður ekki vel og vilt gera eitthvað í því. Þú getur byrjað á því að ræða við námsráðgjafann í skólanum sem þú ert í og athugað hvort hann geti aðstoðað þig við skólamálin og jafnvel beint þér áfram vegna vanlíðaninnar. En það sem þú getur líka gert sjálf útaf þessari vanlíðan er að byrja á því að ræða það við foreldra þína eða e-n fullorðinn sem þú treystir hvernig þér líður. Svo þarftu að gera eitthvað í málinu. Það getur verið gott að byrja á því að ræða við heimilislækni vegna vanlíðunar en svo reynist það líka mörgum mjög vel að hitta sálfræðing í nokkur skipti. En það sem þú verður að gera er að gera eitthvað! Því fyrr því betra og þá verður þú komin á rétt skrið fyrr en síðar. Gangi þér vel.
29. maí 2012

Ertu með spurningu?

Full nafnleynd og 100% trúnaður.

 

Mest lesið

Einkalíf |  06.04.2016
Vinna |  10.05.2017
Fjármál |  28.02.2018

Mest lesnu svörin

Heilsa & kynlíf |  02.05.2016 Kynlífsstellingar